París er engu lík. |
Effel turnin gnæfir yfir og í baksýn skýjakljúfar La Défense |
Það var með töluverðri óvissu miðað við efnahagsástandið, sem við ákváðum að kanna hug bænda varðandi utanlandsferð eins og við höfum farið í nokkrar og kallað „Hátíð úti í heim“ Vissum í raun ekki hvernig viðtökurnar yrðu.
Skemmst er frá að segja að það seldist upp á tveimur vikum í ferðina. Það eru 59 manns auk fararstjóra þeirra Skarphéðinns Erlingssonar og Eyjólfs Péturs Pálmasonar sem eru nú á ferðalagi í Þyskalandi um þessar mundir, fara í verksmiðjur Fendt í Marktoberdorf, þar sem meðal annars er boðið upp á reynsluakstur á prufubrautum Fendt. Næst liggur leiðin í verksmiður Claas í Saulgau og síðan aðrar verksmiður Claas í Metz í Frakklandi. Síðast í þessum verksmiðju skoðunarhring verður farið í Kuhn verksmiðjurnar í Saverne. Kuhn verksmiðurnar hafa sérstöðu að því leyti að þar er járngrýtið við annan enda verksmiðu sem er brætt í hinar ýmsu gæðavélar sem koma síðan fullskapaðar út úr hinum enda verksmiðjunar. Að lokum verður farið til Parísar þessarar frábæru heimsborgar þar sem svo margt er að skoða, sagt er að ef þú þarft eina viku til að skoða það markverðasta í London og New York, þá þarft þú tvær vikur til að skoða það sem París hefur að bjóða. Þarna ætlar hópurinn að fara á Sima vélasýninguna ásamt því að tipla á nokkrum af þeim dásemdum sem borgin hefur uppá að bjóða.
Það er okkar reynsla hér í Vélfangi að þetta séu ferðir þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. þarna nást persónuleg kynni, fólk kynnist ýmsu fróðlegu sem það hefur áhuga á, síðast en ekki síst eru eru þetta frábærlega skemmtilegar ferðir, enda bændur án vafa skemmtilegustu ferðafélagar sem völ er á.