Heimsókn frá JCB til Íslands

Föstudaginn 15. september sl. fengum við í Vélfangi ansi merkilega heimsókn frá JCB. Þarna voru á yfirreið um Norðurlöndin nokkrir yfirmenn hjá JCB sem við áttum góðan fund með á Gylfaflötinni. Eftir að hafa skoðað fyrirtækið var þeim kynntur markaðurinn og farið yfir tækifæri og áskoranir á okkar markaði. Það er alltaf gaman að fara yfir með fólki sem þekkir íslenska markaðinn lítið hversu mikil samkeppni ríkir en jafnframt hversu þróuð tæki viðskiptavinir okkar vilja hér á Íslandi. Eftir að hafa þegið góðgerðir, farið yfir málin, tekið létta skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið þar sem farið var yfir “kranavísitöluna” fór svo hver til síns heima. Höfðu þeir góð orð um stöðu JCB á Íslandi en Vélfang er með hæstu markashlutdeild JCB á Norðurlöndunum og mjög ofarlega í Evrópu.

Það er alltaf gaman að fá að kynna fólki landið okkar, markaðinn og íslenskar aðstæður.

Að sjálfsögðu var smellt af einni mynd

Frá vistri: Guy Hall forstjóra verksmiðju JCB sem framleiðir gröfur frá 800 kg til tíu tonna, Gareth Lumsdaine sem stýrir þróun umboðsmanna JCB í heiminum, Sigurjón Stefánsson sölustjóra JCB, Jose Luis Goncalves forstjóra alþjóða sölusviðs JCB, Eyjólfur Pétur Pálmason, Magnus Rieger sölustjóri JCB á Norðurlöndunum, Richard Foxley framkvæmdastkóra sölusvið JCB í Evrópu og George Cooper sölustjóra JCB í S-Evrópu.