Koma með BAUMA til þeirra sem ekki gátu flogið
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur ekki bara áhrif á Íslandi eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna dag. Nú fer fram í Munchen í Þýskalandi stærsta vinnuvélasýning í heiminum og þar hefur aðsóknin ekki verið sem skyldi vegna stöðvunar á flugsamgöngum í Evrópu.
JCB brá á það ráð að taka upp stutta kvikmynd sem sýnir helstu nýjungar JCB á sýningunni og kennir þar margra grasa s.s. nýr mótor, minnsti skotbómulyftari í heiminum og einnig ný trak……… sem verður kynnt hér enn frekar á næstu dögum.
Myndbandið frá JCB má finna með því að fara inn á www.jcbinnovations.com og takið eftir orðum þularins í upphafi er hann skýrir tilurð myndbandsins. Þess má geta að starfsmenn Vélfangs hafa nú þegar beðið JCB afsökunar á eldgosinu í Eyjafjallajökli.