JCB leiðir orkuskiptin þegar kemur að notkun vetnis

JCB skotbómulyftari og traktorsgrafa knúnar vetni
Um nokkurt skeið hefur vinnuvéla framleiðandinn JCB unnið að þróun og smíði hefðbundinna brunavéla til að ganga á vetni eingöngu.
Grunnvélin í þetta verkefni er þeirra eigin JCB DieselMax og JCB EcoMax sem eru dieselvélar að uppruna með langa og góða reynslu á markaðnum.
Þessi fjögura strokka 4,8 Lítra Dieselvél er í grunninn að mestu óbreitt til brennslu vetnis en er þó með nýju strokkloki ( Head ) og eldsneytis innspýtingarkerfi til vetnis notkunar.
JCB hefur smíðað nokkra tugi af þessum vetnisvélum til nánari prófunar og þróunar og t.d. prufukeyrt nokkrar útgáfur af vinnuvélum eins og skotbómulyftara, traktorsgröfu og beltagröfu ásamt þróun og útfærslu á geymslu og dreifingu vetnis á vinnuvélar.
Samkvæmt niðurstöðum til þessa þá er enginn finnanlegur munur á getu og afli vélanna auk þess sem vinnudagur getur verið jafn langur og á diesel knúinni vél.
Lord Bamford eigandi JCB kominn í vinnugallann og dælir hér vetni á JCB trakorsgröfu

Þessi þróunarvinna JCB hefur vakið stig vaxandi athygli og nú nýlega skoraði JCB á bresk stjórnvöld að stíga næsta skref. Styðja almennilega við verkefnið til að hægt verði að hefja sölu og dreifingu á þessum vetnisknúnu vélum strax á næsta ári.
Við bíðum spennt eftir nánari fréttum af þróun mála.
Það tók verkfræðinga JCB aðeins nokkra daga að breyta þessum 7,5 t Mercedes vörubíl úr dísel í vetnisknúinn mótor.