JCB LiveLink eftirlitskerfi

JCB LiveLink eftirlitskerfi er nú staðalbúnaður í flestum JCB vélum frá um 5 tonn að þyngd.  Kerfið hefur marga kosti fyrir eiganda vélarinnar, til dæmis er hægt að setja takmörk á vélina þannig að eigandi fær sms eða tölvupóst ef vélin fer út fyrir ákveðið svæði eða er notuð utan eðlilegs vinnutíma.  Mjög auðvelt er að taka út margskonar upplýsingar um vélina varðandi notkun hennar, olíueyðslu, hvernig hún er notuð osfrv.

Með tilkomu þessa kerfis er til dæmis mjög auðvelt að sjá hvað vélarnar eru mikið í hægagangi.  Þessi aukna vitneskja JCB um hvernig vélarnar eru notaðar hjálpar JCB að sníða vélarnar að þörfum viðskiptavinarins með þróun búnaðar eins og start/stopp tækni á mótor líkt og algengt er orðið í bílum.  Það sparar olíu og minnkar mengun.  Tökum dæmi um eina Hydradig hjólavél, síðastliðið ár er þessi vél notuð 1.684vst. eyðir 3,9 l/klst að meðaltali eða 6.551 líter af olíu á einu ári.  Hægagangur þessarar vélar er 1.127 tímar eða 67% af notkuninni.  Í hægagangi síðasta ár hefur vélin eytt 2.059 lítrum af diesel, það er töluvert af pening sem hægt væri að spara með auðveldum hætti.

Nánari upplýsingar um JCB LiveLink hér  www.velfang.is/livelink