Margvísleg batamerki hafa verið í vélasölu síðastliðin tvö ár. Eftirspurn og sala á tækjum sem legið hefur í láðinni um nokkura ára skeið eflist nú á nýjan leik. Dæmi um það eru kerrurnar frá Meredith and Eyre í Bretlandi, er bjóða breiða línu af kerrum til alhliða vöruflutninga, sem og sérhæfðar lausnir á borð við sturtukerrur, bíla- og vélaflutningakerrur svo að eitthvað sé nefnt. Vöruvalið í heild sinni má sjá á meredithandeyre.co.uk Í síðustu viku fékk Tengir hf á Akureyri afhenta fjölnota kerru með heildar burðargetu upp á 3,5 tonn. Helstu mál og búnaður eru 2,0 m breidd, 3,67 m lengd, niðurfellandleg skjólborð og sliskjur. Verðið er aðeins kr. 1,190,000+vsk.
miðað við gengi sterlingspunds 192. Skráning og vörugjald innifalið.









