Nú er KUHN tilboðið komið rjúkandi heitt úr prentun og fer í dreifingu á öll lögbýli eftir helgina. Í ár bjóðum við upp á 2ja ára ábyrgð á öllum nýjum vélum frá KUHN sem pantaðar eru fyrir 5. Janúar 2017.
Þá má einnig benda á nýja línu af miðjuhengdum sláttuvélum og plastbindibúnaðinn í i-BIO+ vélum ásamt Hardox innmötunarrotorum. Vegna gengisstyrkingar íslensku krónunnar er töluverð verðlækkun á tækjum á milli ára og því um að gera að tryggja sér gæðavélar fra KUHN á hagstæðu verði. Með því að smella hér má hlaða tilboðinu niður á PDF formi.