Nýja KUHn GMD 350 sláttuvélin |
… í flutningsstöðu |
Vökvaléttibúnaðurinn eða „hydro-pneumatic“ |
Nýr og spennandi kostur fyrir sumarið 2011
Kuhn kynnti á dögunum nýja sláttuvél KUHN GMD 350 sem er með vinnslubreidd 3,51 m. Vélin fer í lóðrétta flutningsstöðu en hefur alla kosti „miðjuhengdrar vélar“ en hún er með vökvastilltan þrýsting á jörðu eða svokallað „hydro-pneumatic system“ sem stillt er með vökvatjakki innan úr dráttarvélinni.
Einnig er KUHN GMD 350 með hinu velþekkta Optidisc sláttuborði sem er sérstaklega hannað með mikil afköst og sláttugæði í huga. Einnig kemur vélin með Protectadrive sem verndar sláttuborðið fyrir skemmdum ef vélin lendir á aðskotahlutum eins og grjóti eða öðrum jarðföstum hlutum. Öll drif vélarinnar eru smurð fyrir lífstíð og þarf því ekki að hugsa um olíuskipti á Kuhn GMD 350. Vélin hentar einstaklega vel fyrir ójafnt eða hæðótt land vegna vökvastillibúnaðarins og þess að hún getur slegið + 35 gráður uppávið og 29 gráður niður á við. Það má með sanni segja að KUHN taki enn á ný algera forystu í hönnun og framleiðslu sláttuvéla enda diskasláttuvélin þeirra uppfinning.
Með mörghundruð þúsund KUHN sláttuvélar í notkun um allan heim hafa þeir hjá Kuhn þróað enn eina sláttuvélina sem hentar fyrir íslenskan markað. KUHN GMD 350 verður fáanleg hjá Vélfangi á vormánuðum 2011 en sölumenn eru þegar byrjaðir að taka niður pantanir. Eitt sinn KUHN ávallt KUHN!