KUHN kynnir nýja línu GMD sláttuvéla

Nú í ár kynna Vélfang og Kuhn nýja línu af sláttuvélum sem leysa af hina vel þekktu GMD 400-800 sláttuvélar. Í staðinn koma tvær tegundir þ.e. GMD 16-24 sem fást í 1,6-2,4 metra vinnslubreiddum og eru að mestu leyti byggðar á GMD 100 línunni og eru m.a. með PROTECTADRIVE öryggisbúnaðinum. PROTECTADRIVE búnaðurinn virkar þannig að ef t.d er keyrt er á aðskotahlut í túni á miklum hraða þá er fyrirfram ákveðinn „veikur“ punktur á öxlinum sem gengur niður í sláttuborðið. Brotni öxulinn þá þarf einungis að skipta um hann ásamt tannhjóli en ekkert annað í borðinu skemmist. Viðgerð tekur örskamma stund og sláttur heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta sparar ekki bara tíma heldur mikinn kostnað þar sem ekki þarf að skipta um öll tannhjól og öxla í borðinu með tilheyrandi kostnaði. Hraðfestibúnaður á hnífa er ekki fáanlegur í GMD 16-24 enda um einfaldar og ódýrar vélar að ræða.

KUHN GMD 240-310 kemur í þremur breiddum þ.e. 2,4-2,8 og 3,1 m vinnslubreidd. GMD 310 leysir af hólmi hina vel þekktu KUHN GMD 800 mest seldu vél frá KUHN á Íslandi frá upphafi.  Helstu breytingar á KUHN 100 línunni eru þær að búið er að styrkja vélina enn frekar og á hún nú að þola 70% meira álag en áður. Þetta var gert með því að skipta um þrítengiramma og tengingar við sláttuborð. Vélin á þ.a.l. að þola betur óslétt land og fara síður í útsláttarstöðu þó um ójöfnur í landi sé að ræða. Að sjálfsögðu er PROTECTADRIVE búnaður til staðar og allar vélar í GMD 100 línunni eru með hraðfestingar á hnífum. Með hönnun á nýjum ramma og hvernig sláttuborðið er fest við hann er sláttuvélin í raun komin mun „nær“ dráttarvélinni og fylgir landinu miklu betur enda nánast í „línu“ við afturhjól dráttarvélarinnar.

Þar sem vélin er komin nær dráttarvélinni þá þarf að færa sláttuvélina aftur fyrir dráttarvélina í flutningsstöðu. Vélfang tekur því allar vélar í 100 línunni með vökvabúnaði sem færir sláttuvélina  aftur þegar hún er sett í flutningsstöðu. Ökumaður þarf því aldrei að yfirgefa ökumannshús þegar verið er að flytja vélina á milli túna sem eykur öryggi og afköst. Við hjá Vélfangi erum þess fullviss að GMD 310 verður mest selda sláttuvélin frá KUHN þetta árið eins og GMD 800 öll árin hingað til.