Kvennaverkfall 2023


Vélfang styður heilshugar við baráttuna  gegn kynbundnu ofbeldi og kerfisbundnu launamisrétti kynjanna sem er yfirskrift fyrirhugaðs kvennaverkfalls 24.okóber.  Áhersla er lögð á það að starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, skoðana eða annarra þátta.  Því  styðjum við þær sem vilja leggja niður störf vegna kvennaverkfallsins og ekki verður dregið af launum þeirra sem leggja störf niður þennan dag.