Lokað í Vélfangi 23.-24. nóvember

Starfsfólk Vélfangs leggur land undir fót fimmtudaginn 23. nóvember nk. og munu næstu daga njóta lífsins á eyjunni grænu eða Dublin á Írlandi á vegum starfsmannafélags Vélfangs. Fyrirtækið verður þessvegna lokað á meðan að við stingum af. Dagarnir sem um ræðir eru 23. og 24. nóvember eða fimmtudagur og föstudagur. Í neyðartilvikum vegna verkstæðis má hringja í s. 767-8401 og reynt verður að bregðast við. Við þökkum fyrir skilninginn og  vonum að þessi lokun komi ekki illa við viðskiptavini fyrirtækisins. Við mætum svo úthvíld og tvíefld til vinnu mánudag 27. nóvember nk.

Með kærri kveðju

Starfsfólk Vélfangs