Mikil ánægja með Fendt 828 Vario í Önundarfirði

Á dögunum afhentum við í Vélfangi fyrirtækinu Orkuver glænýja Fendt Vario 828 með öllum fáanlegum búnaði. Ásgeir Mikkaelsson í Orkuver sendi okkur nokkrar myndir sem okkur langar að deila með ykkur. En fyrirtækið sér um snjómokstur á Flateyri heim að sveitabæjum í Önundarfirði. Óhætt er að segja að Fendtinn hafi komið á réttum tíma því mikið hefur snjóað á þessum slóðum í vetur. Gríðarleg ánægja er með Fendtinn hjá þeim félögum Birki og Ásgeiri, svo mikil að lýsingarorðin myndu stangast á við samkeppnislögin 🙂  Ef vel er að gáð má sjá Ásgeir á bakvið stýrið á þessum myndum og leynir ánægjusvipurinn sér.

Við óskum þeim enn og aftur til hamingju og vitum eins og þeir að “Fendt fer fremstur”

Nánari upplýsingar um Fendt Vario 828 má finna á heimasíðu Fendt eða með því að smella hér