Ný lína af JCB traktorsgröfum
Það er alltaf stórviðburður þegar JCB kynnir nýja kynslóð af traktorsgröfum. JCB er stærsti framleiðandi í heiminum á traktorsgröfum en fyrsta grafan var setta á markaðinn fyrir 57 árum.
Á BAUMA vinnuvélasýningunni í Munchen var hulunni svipt af nýju línunni og eins og við mátti búast þá veldur hún ekki vonbrigðum. Á nýrri heimasíðu JCB er nýja „Þristinum“ og „Fjarkanum“ gerð góð skil en einnig verður fjallað nánar um nýju vélarnar hér á síðunni á næstu dögum eða þegar BAUMA lýkur.
Bækling yfir nýju JCB traktorsgröfurnar má finna með því að smella hér
Útbúnaðarlýsingu yfir 3CX má finna með því að smella hér
Útbúnaðarlýsingu yfir 4CX má finna með því að smella hér
Það er óhætt að segja að þessi vél sé spennandi gripur og má búast við að pöntunum rigni yfir verksmiðjur JCB og að einhver hluti þeirra komi frá Íslandi.