Nýr og öflugri rúlluskeri

Tanco Autowrap hefur bætt nýjum og öflugri rúlluskera við vörulínu sína. I-73 sker rúllur frá 120 – 150 cm að þvermáli og heldur eftir neti og plasti. Þessi rúlluskeri er hugsaður sem stóri bróðir I – 70 skerans sem kúttar rúllur að 135 cm og fæst að auki með skóflu sem aukabúnað. Hinn nýji I – 73 er miðaður fyrir fastkjarna rúllur og lauskjarna rúllur úr nýjustu kynslóð rúlluvéla er skila stærri rúllum en hingað til. Báðir skerarnir eru 450 kg að þyngd og rða við 1400 kg rúllur. Skerarnir verða til afhendingar innan tíðar og veita sölumenn Vélfangs allar nánari upplýsingar. Ítarlegri gögn og myndbönd má nálgast á vef Tanco Autowrap.