Nýtt Vélfangsbarn

Þann fyrsta nóvember síðast liðinn fæddist þeim Guðmundi Sigurðssyni verkstæðisformanni og Evu Hrund Willatzen gjaldkera Vélfangs, undurfrítt stúlkubarn líkt og segir ævintýrum. Dóttir þeirra hlaut nafnið Íris Dana. Sú stutta á ættir í Mosfellsdalinn, Vesfirðina, Laugardalinn og Danmörku. Mikið búkonuefni. Þær mæðgur kíktu á okkur um daginn til að líta eftir hvort ekki væri allt með sóma á Vélfangsheimilinu. Sem og það auðvitað er. Þess má geta að Anna Einarsdóttir er gjaldkeri okkar meðan Eva Hrund er í barnseignarfríi. Eva og Gummi, til hamingju enn og aftur.