Þann fyrsta nóvember síðast liðinn fæddist þeim Guðmundi Sigurðssyni verkstæðisformanni og Evu Hrund Willatzen gjaldkera Vélfangs, undurfrítt stúlkubarn líkt og segir ævintýrum. Dóttir þeirra hlaut nafnið Íris Dana. Sú stutta á ættir í Mosfellsdalinn, Vesfirðina, Laugardalinn og Danmörku. Mikið búkonuefni. Þær mæðgur kíktu á okkur um daginn til að líta eftir hvort ekki væri allt með sóma á Vélfangsheimilinu. Sem og það auðvitað er. Þess má geta að Anna Einarsdóttir er gjaldkeri okkar meðan Eva Hrund er í barnseignarfríi. Eva og Gummi, til hamingju enn og aftur.