Opnunartímar um jól og áramót

Þá er komið að því að enn eitt að árið er að renna sitt skeið. Þetta ár hefur að mörgu leyti verið ágætt fyrir okkur í Vélfangi en við misstum því miður allt of marga ættingja og vini í ár. Við vonum að næsta ár verði betra hvað það varðar en ef eitthvað er þá hefur þetta þjappað okkur enn meira saman en áður. Þá er rétt að minnast þess að við fórum í frábæra árshátíðarferð til Manchester þar sem við m.a. kíktum í heimsókn í JCB verksmiðjurnar. Sú ferð sýndi okkur hversu magnaður hópur starfsfólk  og makar Vélfangs eru og það ber að þakka. Nú þegar líður að lokum árs þá má meta það að varnarsigur hafi unnist á óvissutímum á markaði. Sótt er að okkur og okkar viðskiptavinum úr öllum áttum og mikil óvissa ríkir nú um stundir. En við í Vélfangi erum þess fullviss að við og okkar viðskiptavinir munum komast í gegnum þetta sérstaklega ef að óvissu á vinnumarkaði verður eytt sem og það að eitt lítið flugfélag geti veikt íslensku krónunna um 13%. Með kæruleysi og ofmetnaði hefur einum manni tekist að veikja krónunna, hækka verðbólguna og þar með vöruverð ásamt lánunum okkar. En við vonum að sjálfsögðu að með dugnaði, kjarki og þor komumst við framhjá þessu óvissuástandi eins og við Íslendingar höfum alltaf gert í gegnum tíðina.

Við starfsfólk Vélfangs viljum nota tækifærið og óska viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og heyrumst og sjáumst eldhress á næsta ári.
Hér fyrir neðan má finna opunartíma Vélfangs um jól og áramót.

Þorláksmessa  –  Lokað

Aðfangadagur  –  Lokað

Jóladagur  –  Lokað

Annar í jólum  –  Lokað

27. desember – 9-17

28. desember – 8-17

29. desember – Lokað

30.desember – Lokað

Gamlársdagur  –  9-12  (söludeild og varahlutadeild)

Nýársdagur    –  Lokað

2. janúar   –  9-17

Neyðarnúmer:

Varahlutir: Kristján s. 8400-825/Þórir 8400-830

Verkstæði: Guðmundur s. 894-0617/Gunnar 8400-829

Söludeild: Eyjólfur s. 8400-820/Skarphéðinn 8400-823

Akureyri: Örvar s. 862-4046/Hermann 8400-826