Pétur á Gautstöðum tekur við nýrri Redrock haugsugu

Pétur Friðriksson á Gautsstöðum tók á dögunum við þessari glæsilegu Redrock haugsugu.
Redrock haugsugur eru íslenskum bændum að góðu kunnar og leiða markaðinn með spennandi nýjungum. Hér slær Redrock hvergi af og er þessi 4000 gallona (18080 lítra) suga drekkhlaðinn nytsömum búnaði.
Til viðbótar því sem er kalla má staðalbúnað á borð við 15200 lítra dæliu, hljóðkút á dæluna og 8 tommu sjálffyllibúnað má telja ýmsan sérbúnað. Þar má nefna háþrýstidælu, sambyggða vacuum dælunni, er knýr regnbyssu sem gerir kleift að aka með útjöðrum og dreifa á deigtún. Vökvafjöðrun á beisli, 10 cm sjónrör að framan í stað gaumglerja auðveldar mjög að fylgjast með hæðarstöðu í tanknum. Auka áfyllingarstútar, miðlæg smurstöð (smurbanki) fyrir alla koppa. Tandemhásinginn hefur beyjur að aftan og er búin bæði loft- og vökvabremsum. 30,5 x 32 BKT Ride-Max kubbadekkjnn  hafa mikla floteignleika, spora minna en dráttarvélamynstur og slitna minna ef sugann er dreginn á malbiki. Aðal dreifbúnaður sugunnar er 10 m AG-QUIP slöngubúnaður sem leggur mykjuna á yfirborðið er bætir nýtingu áburðarefna til muna. Til viðbótar slöngubúnaði og regnbyssu er sugan jafnframt með hefbundnu dreifispjaldi. Skipt er á milli slöngubúnaðar og dreifspjalds með einföldum hætti. Einn veigamesti búnaður þessarar Redrock sugu er það sem á ensku heitir downhill emptying system. Þessi búnaður dælir fremst úr sugunni þegar ekið er niður í móti og tryggir að dreifibúnaðurinn svelti ekki þó að lítið sé eftir í sugunni. Skipt er á milli hefðbundingar dreifingar og down hill búnaðar með einfaldri rafstýringu. Að öllu töldu er Redrock 4000 þannig úr garði gerð að hún skilar sínu starfi við allar aðstæður.