Redrock öflugra en nokkru sinni

Redrock haugsugur og mykjudælur hafa skapað sér öflugt orðspor meðal íslenskra bænda á liðnum árum. Fyrirtækið Steel solutions keypti Redrock Engineering og hefur sú ráðstöfun augljóslega eflt fyrirtækið sem aldrei fyrr. Þróun vörulínunar ásamt nýungum lýtur stöðugt dagsins ljós. Til viðbótar haugsugum og brunndælum sem kunnar eru hér á landi, framleiðir Redrock m.a stæðuskera, heilfóðurblandara, sturtuvanga til landbúnaðar og verktöku, vélaflutningavagna ofl. Í samtali við Mark Linden sölustjóra kom fram að fyrirtækið hefði tekið þátt í fjölda vörusýninga og eftirspurn yxi hröðum skrefum. Með því að bjóða sífellt stærri haugsugur með breiðari úrvali af búnaði hefur salan á meginlandi Evrópu tekið ánægulega vel við sér. Heimamarkaðir á Írlandi og Bretlandi eru að ná sér á strik á nýjan leik eftir niðursveiflu undanfarinna ára. Sjá nánar á www.redrockmachinery.com
Redrock haugsugurnar koma nú í auknum mæli galvaniseraðar. Á dögunum afhenti Vélfang bændunum á Ósum og Ásbjarnarstöðum í Húnaþingi, 10 þúsund lítra galvaniseraða haugsugu. Í sömu sendingu fékk Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar 12000 lítra haugsugu. Báðar sugurnar búnar Redrock sjálffyllibúnaði sem kemur beint inn í tankinn að framan sem dregur mjög úr viðnámi við áfyllingu. Sjá má ýmis smáatriði í smíði tækjana sem sanna það aftur og enn að lengi getur gott batnað.