Síðbúnar SIMA fréttir

Fyrir nokkru var SIMA landbúnaðarsýninginn í París haldin í 75 sinn. Í raun rekur sýninginn sögu sína allt aftur til ársins 1922 þegar Salon de la Machine Agricole at the Grand Palais in Paris var haldin í fyrsta sinn. SIMA sýninginn var að vanda glæsileg veisla fyrir augað. 1,350 sýnendur frá yfir 40 löndum með 1,670 vörumerki fönguðu athylgi þeirra 209,800 gesta sem sóttu sýninguna í ár. Engum kemur á óvart að eitthundrað ára afmæli CLAAS sem stærsta starfandi fjölskyldufyrirtæki í greininni sé skilgreint sem einn af hápunktum SIMA í ár. Í flokknum „SIMA Innovation awards“ sem veitt eru fyrir framsækna hönnun hlaut CLAAS tvenn gullverðlaun ásamt einum silfurverðluanum. Fjórða hver þreskivél sem smíðuð er í heiminum er CLAAS og yfir 53% allra sjálfkeyrandi múgsaxara eru frá CLAAS og því kemur ekki á óvart að þessi verðlaun séu tengd framsaækni í þeim geira. En gleymum því ekki að þeir metnaðargjörnu starfsmenn CLAAS sem eru hornsteinn þessara verðlauna eru sömu aðilar og þróað hafa þann skilvirka hugbúnað sem á örskömmum tíma hafa gert CLAAS dráttarvélar að einum eftirsóttasta valkosti kröfuhörðustu kaupanda dráttarvéla á heimsvísu. Sömu aðilar og þróa hugbúnað fyrir flugvélaiðnaðinn, iðnað þar sem orð á borð við hérumbil og næstum því eru ekki til. Starfsmenn Vélfans sóttu sýninguna heim og dvöldu á afmælishóteli CLAAS sem var Hotel Concorde La Fayette Paris. Fyrir þá sem vilja kynna sér SIMA sýninguna nánar er bent á síðuna simaonline.com. En hér að neðan eru nokkar myndir frá ferð okkar félaga, þar sem vinnu og annari skemmtun var blandað í þokkalega réttum hlutföllum.
Fyrst fóru menn á Camps elyséss og völdu sér vinnubíla við hæfi
 
 
Tóti tók blæjubílinn „það er svo þægilegt að láta vindinn leika um hárið“
 
 
Eyjólfur fór í skóbúðina vitandi það að sá sem er velbúin til fótanna getur þrammað heila sýningu.
 
Á  meðan fóru gömlu mennirnir að skoða mótorhjól. Grái hvað…………
 
Grái eitthvað bara.
 
 
 
 
Sigruboginn sem reistur var til að minnast þess sem áhugasamir geta fundið á Goole.com
 
 
Fótafúnir af búðarrápi er bent á næsta kaffhús
 
Hinn eilífi eldur til minningar um Franska hermenn.
 
Hótel La Concorde Lafyette, sem CLAAS lagði undir sitt fólk í tilefni af eitthundrað ára afmæli CLAAS fjölskyldunar í framleiðslu dráttarvélar og landbúnaðartækja.
 
Tóti Sigvalda er mjög glaðsinna að eðlisfari. En þegar gráni og sláni voru búnir að bjóða upp á buff tartar, froskalappir og snigla í hvítlaukslegi, var ekki laust við að kallinum þætti nóg um. Étur hann þó hákarl, hrútspunga, magál og léttmjólk ásamt selshreifum þegar sá gállinn er á honum.
 
 
Dal-Bo akurvaltarar, plógherfi, diskaherfi og fleiri tæki eru meðal nýunga í vörulínu Vélfangs. Að sjálfsögðu á SIMA
 
Hand- eða vökvastillt jöfnunarborð eru meðal nýjunga á Dal-bo völturum, Eitthvað sem eigendur Kverneland fjaðraherfa þekkla vel af eigin raun.
 
Claas Nectis dráttarvélinn. Sniðinn að ylrækt og smærri akuryrkju.
 
JCB 155 skriðstýrð mokstursvél.  Enginn nýung. En skoðið JCB prower boom bómuna sem setur þetta tæki í algeran sérflokk
.
 
Aðgengi, búnaður og aðstaða ökumannst til fyrirmyndar. Gengið inn í vélina frá hlið. Samt er JCB bómann (power boom) efnismeiri en tvöfalldar bómur. Og útsýnið úr tækinu er 270° til að allra átta í stað 165°  á öðrum vélum í sama flokki.
 
 
 
 
Tóti mátar JCB 515-40 „Fjósvél framtíðarinnar“ lábyggð, rúmgóð og öflug vél með afköst og verksvið langt umfram hefðbundna liðléttinga.
 
 
Orkusprengja. JCB 527 58. 100 hp. 126 lítar vökvadæla, 2600 kg lyftigeta. Tæki sem hefur að meðaltali 36% meiri afkastagetu en aðrir skotbómulyftarar í kringum 2,5 tonna flokkinn.
 
Servo stjórntæki í einni stöng. Vinnuhraði og nákvæmni af áður óþekktum skala.
 
 
Á þessum 527 58 er húsið tekið niður um 10 cm án þess að fórna nokkru innra plássi eða þægindum ökumanns.
 
+
CLAAS Elios traktorinn. Snjöll lausn í mínus 100 hp flokknum.
 
Kverneland Accord CL-EW áburðardreifarinn. Margverðlaunaður dreifari.  Hér með vökvsstilltum jaðardreifibúnaði, Excacta line.
 
CLAAS bauð til hátíðarkvöldverðar í PAvillon d’Armenonville. CLAAS Arion 410 stóð vörð um gestina.
 
 
 
Léttar veitingar, hátíðarmatseðil, ræðuhöld og önnur skemmtiatriði. Skarphéðinn hefur verið á barnum fyrst ekki sjást myndir af þeim viðburðum.
 
 
Að loknu góðu kvöldi héldu Skarphéðinn og Tóti suður til Le Mans að skoða verksmiðjur CLAAS.
 
SAmkvæmt reglugerð Evrópusambandsins númer 666 frá 1993 flokkast þetta ástand undir ófærð og skulu menn því ekki vera á á ferli að óþörfu. Sem betur fer var erindi okkar brýnt.
 
 
Komið til dráttarvélaverksmiðju CLAAS í Le MAns. Myndatökur eru ekki leyfðar inni í verksmiðjunni.
 
 
410hp Arion 940 vaktar aðkomna að verksmiðjunum í LeMans.
 
Meira að segja Tóti virkar ekki hávaxinn við hliðina á þessu 400 hestafla flykki.
 
 
 
 
Og fyrir Örvar Snæ, starfsmann okkar á Akureyri og aðra módelhneigða menn eru hér nokkrar myndir frá fyrri tíð.
 
 
 
 
Og svo nokkrir Renault í fullri stærð. Smíði þessara véla spannar 95 ár.
Í gengnum tíðina voru þessar vélar með yfir 25% markashlutdeild, fleiri en 800,000 vélar smíðaðar í yfir 750 týpum
 
 
 
 
„Tröllnn hafa vakað“
Nokkur þeirra fjölmörgu tækja sem bíða eftir vorskipum.
 
Menn koma ekki til Le Mans án þess að fara á kappaksturssafnið…………………og taka hring á hinni goðsagnakenndu kappakstursbraut.
 
Bílinni sem Skarpéðinn vildi fá að keppa á, en fékk ekki
En Tóti fékk þennan gamla frá Steve McQueen
Jájá Spennan að bera menn ofuliði
 
Að lokum fannst bíll sem Skarphéðinn fékk réttindi til að aka.
 
Allt klárt á leið inn á brautina.
 
 
 
Goðsögninn Steve MvQueen. Einn af þeim sem gert hafa LeMans kappaksturinn ódauðlegan.