Svipmyndir

Vor og sumar eru að vanda annatími hjá okkur sem þjónum bændur, verktaka og sveitarfélög.
Standsetning, afhendingar og eftirfylgni á nýjum og notuðum vélum, er það sem lífið hefur
snúist um þetta sólríka sumar. Meðfylgjandi eru nokkrar svipmyndir úr dagsins önn. Mörg
þessi tæki verða til sýnis á sameinaðri handverkshátíð og vélasýningu á Hrafnagili 10 – 13 n.k
Verðið velkomin á sýningarsvæði Vélfangs. Við verðum að sjálfsögðu í hátíðarskapi.
sjá nánar á http://www.handverkshatid.is/
http://www.n4.is/tube/file/view/2720/
 
 
Redrock Megaflow dælir 21500 lítrum á mínútu. Eigendur Björn og Elín, Holti í Stokkseyrarhrepp hinum forna.
 
Megaflow komin aftan í Fendinn heima í Holti og farin að hræra hauginn.
 
Verið að lesta trailer frá Nesfrakt, Kuhn og Kverneland tækjum á leið norður í land.
 
Þórir Þórðarson að skjótast með einn af fjölmörgum jarðtæturum til afhendingar.
 
 
 
Fullbúin CLAAS Arion 430 CIS/EHV, býður afhendingar. Eigendur Birna og Einar á Noður-Hvoli í Mýrdal
 
Feðgarnir á Norður-Hvoli, Haukur Einarsson og Einar Magnússon fyrir framan nýja Claas traktorinn sinn.
 
Vel búin 2500 gallona haugsuga í eigu ábúendana á Hóli í Svarfaðardal, bíður afhendingar.
 
Eiður Magnússon bóndi að Miðhúsum í Húnaþingi sótti nokkrar vélar fyrir sig og fleiri Húnvetninga.
 
Nýbakaður faðir Jón Ágúst Gunnarsson í Hrosshaga tekur við CLAAS Arion 630 C, úr höndum Þóris Þórðarsonar.
 
Og hér kveðjast Hreppamaðurinn og Tungnamaðurinn með virktum.  150 hestöfl á leiðinni í vorverkin.
 
Sigurbjörn Skarphéðinsson á Sauðárkróki sestur upp í nýju JCB 4CX  gröfuna sína.
 
Gummi Ingimundar búin a setja Claas Arion 430 CIS/EHV  á pallinn. Eigandi Jón Ingimundarson og Björg Guðmundsdóttir Núpi í Öxarfirði.
 
 
Stóra sleggjann, CLAAS Uniwrap 455. Eigendur GHSK bændur og verktakar í Hlið, Geirshlíð og Skörðum í Suður Dölum.
 
Aflúttaksknúin 6 m Brand haughræra. Burðarlegur í báðum endum og með 2 m millibili á skrúfuöxlinum. 60 cm skrúfa með öflugri
hlífðargjörð. Í baksýn er Haukur EInarsson með tvær Brand hrærur á leið í Hvolsvöll.
 
KUHN ProTwin, alhliða skítadreifarar. Frá vinsri ProTwin 8132 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskoti. ProTwin 8114 Búnaðarfélag Hrunamanna og ProTwin 8110 Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps.  Minni dreifarar eru þarna án upphækkana.
 
Kuhn ProTwin  8114 komin með 8 tommu upphækkanir. Étur allt og hefur framúrskarandi dreifigæði. Kíkið á Kuhn manure spreader á www.youtube.com. þar má sjá fleiri KUHN USA  tæki, gerð til að standast mikla notkun og gríðarlegt álag.
 
Allt í öllu. Þórir Þórðarson með Brand þriggja fasa 7,5  haughræru á göfflunum. þessi týpa fékk 13 plúsa fyrir hönnun og virkni í
óháðri prófun hjá DLZ agrarmagazin. Eigandi Spói ehf Spóastöðum í Biskupstungum.
 
Brand haughræra, 4 m með 8,8 Kw gírmótor. Hræruna má hækka, skekkja og færa til á sleða á hjólastellinu. 45 cm skrúfa og
olíufyllt öxulhús. Eigendur Jóhanna Hreinsdóttir og Guðmundur Magnússon Káraneskoti í Kjós.
Sjáið fjölbreitt vöruúrval öflugra tækja á www.brand-gt.de