Tækifæri á nýju ári

Í kjölfar mikillar vélasölu kringum nýliðinn áramót hefur fjölbreytt úrval notaðra véla bæst á söluskrá Vélfangs. Dráttarvélar, rúllvélar, pökkunarvélar og rúllusamstæður, jarðtætarar, pinnatætarar og 3 og 4 m sáðvélar ásamt fjölda heyvinnuvéla þar sem finna má vinnslubreiddir og verð við hæfi. Ef að vélin sem þú leitar að er ekki í boði ennþá, hafið þá samband við sölumenn Vélfangs. það er fjöldi véla í farvatninu og um að gera að fylgjast með frá fyrsta degi. ATH að fjölda mynda vantar ennþá af tækjum sem nýlega eru komin í sölu.