Þjónustufulltrúi á verkstæði

Við leitum að einstakling til að sjá um daglega umsjón/þjónustu verkstæðis Vélfangs í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg samskipti við viðskiptavini Vélfangs ehf. umsjón með daglegum rekstri verkstæðis, öflun varahluta á verkstæði, útskrift reikninga o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af viðgerðum, menntun við hæfi er kostur

Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Tilvalið fyrir einhvern sem vill klæða sig úr verkstæðisgallanum, setjast við skrifborð og deila reynslunni.

Upplýsingar gefur Eyjólfur Pétur Pálmason í síma 840-0820