Varúðarráðstafanir vegna Kórónuveirufaraldurs

Vélfang ehf. hefur ákveðið að bregðast við vegna veirunnar sem nú geisar um heiminn með eftirfarandi hætti:

Hluti af starfsfólki Vélfangs mun vinna heima hjá sér s.s. fjármál, innheimta, hluti varahluta-, þjónustu- og söludeildar.

Ekki munu verða sendir út greiðsluseðlar í bili en krafa mun birtast í heimabanka viðskiptavina. Sölureikningar munu verða sendir í tölvupósti eða í bréfpósti síðar.

Við biðjum alla þá sem eiga erindi í Vélfang að halda ákveðinni fjarlægð við starfsfólk og sótthreinsa sig við komu í húsið bæði í Reykjavík og Akureyri.

Reyna að hafa sem mest samskipti með tölvupósti, síma eða í gegnum Facebook.

Þetta ástand er tímabundið en mun ekki hafa áhrif á vöruafhendingar en þeir sem eru að sækja vélar eða aukahluti eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Óttar í s. 767-8400 eða ottar@velfang.is með fyrirvara.

Þessar aðstæður eiga ekki að hafa áhrif á þjónustu okkar við viðskiptavini en við biðjum viðskiptavini okkar samt sem áður um aukna þolinmæði á meðan við aðlögumst breyttum vinnuaðstæðum.

Þessar ráðstafanir eru eingöngu gerðar til þess að komast hjá lokun fyrirtækisins ef einhver starfsmaður Vélfangs þyrfti að fara í sóttkví.

Við viljum ítreka að ENGINN starfsmaður Vélfangs hefur greinst eða er grunaður um að hafa sýkst af Covid 19 veirunni, Eingöngu er um að ræða varrúðarráðstanir af hálfu fyrirtækisins til að það geti sinnt skyldum sínum gagnvart viðskiptavinum sínum.

Allar frekari upplýsingar veitir Eyjólfur í s. 8400820 eða eyjolfur@velfang.is