Vel heppnuð vorhátíð


Fjöldi sýningargesta

Kristján Ragnarsson og
Árni Ingvarsson á Skarði ræða málin

Gömlu traktorarnir settu svip á hátíðina
 
Að minnsta kosti 600 manns sóttu vorhátíðina Mýrarelda heim Á hátíðinni voru margvíslegar kræsingar í boði ásamt fjölbreyttu vöruúrvali. Má þar nefna handverk og heimaunnin matvæli úr héraði og víðar ásamt vörum frá utanaðkomandi sýningaraðilum.

Gamli og nýji tíminn kölluðust á með skemmtilegum hætti en fjöldi uppgerðra dráttarvéla voru á svæðinu og gáfu sýningunni eftirminnilegt yfirbragð. Fjöldi gesta heimsótti sýningarbás Vélfangs, sýndu vörum okkar áhuga og gerðu við okkur viðskipti. Við þökkum forsvarsfólki, samsýnendum og gestum fyrir góðan dag.