Vélakynning – KUHN Plógherfi

Verandi í fremstu röð framleiðanda í heyvinnuvélum og jarðvinnutækju hefur KUHN í langa hríð boðið breiða línu af plógherfum og skyldum tækjum til jarðræktar. Í vinnslubreiddum frá 3 – 8 m er Cultimer 100 og 1000 línan kostur sem laga má að flestra þörfum. Velja má um úrval af skerum, brotbolta eða Non-stop gormaútslátt á plógörmum, mismunandi frágang á hreykidikskum ásamt mismundandi völsum til þöppunar eftir plæginguna. Vaxandi eftirspurn er eftir þessari tegund tækja sem valkost til fullvinnslu í tveggja til þriggja ára ökrum. Þar sem þessi tæki eru mikið notuð beint að lokinni þreskingu, eru þau á tíðum búin litlum rafknúnum loftsáðvélum og skjótsporttnum afbrigðum sáð í akra. Hérlendis eru bændur að kanna mögleikann á því að plægja og sá beint í 1- 2 ára nýræktir sem kunna að koma illa undan svellum er nær dregur vori. Meðfylgjandi myndir og myndband segja meira en mörg orð um mismundi búnað og virkni KUHN Cultimer plógherfanna.
 
Dæmigerð uppsetning á Cultimer 300 – gormaútsláttur á leggjum hreykidiskar með útskoti á endadikskum og T-Ring valtari.
 
 
Non – Stop gormaútsláttur og breiður gæsafótur sem hentar vel við fullvinnslu. Skerar mjókka eftir því sem dýpra er unnið.
“Legghlífarnar” sveigjast ýmist til vinstri eða hægri, kasta jarðveginum á milli og stuðla að betra sáðbeði.
 
 
það er smá rauðvínshalli á þessir mynd frá frökkunum. en það breytir ekki því að búin brotbolta er Cultimer T 225 kg léttari en Non Stop úfærslan í 3 m vinnslubreidd. Ekta fínn kostur í léttu og lítið grýttu landi og fyrir vélar með minni lyfti- og dráttargetu.
 
 
 
Og það gerist hellingur með þessum tækjum við réttar aðstæður.