Vélfang ehf. flytur starfsemi sína á Akureyri

Í morgun föstudaginn 24.04.2020 opnaði Vélfang á Akureyri dyrnar á nýjum húsakynnum fyrirtækisins á Akureyri. Nýja húsnæðið er staðsett á Óseyri 8 eða á besta stað fyrir viðskiptavini Vélfangs. Nýja húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrra húsnæði með frábærri aðstöðu á verkstæði og mun stærra útisvæði. Húsnæðið er mikið endurnýja og nú í lok vetrar hefur verið unnið að því að innrétta húsnæðið þannig að það henti starfemi Vélfangs enn betur.

Á Akureyri starfa fjórir starfsmenn hjá Vélfangi og þeir eru tilbúnir að taka við viðskiptavinum með rjúkandi kaffibolla á nýju heimililsfangi okkar á Óseyri 8, en munum samt að virða fjarlægðarmörk. Vegna Covid-19 verður opnunarhátíðinni slegið á frest fram á hastið eða þegar aðstæður leyfa. Á meðfylgjandi myndum má m.a. sjá Þórólf í Grænuhlíð taka á móti TUME KL-3000 sáðvél.

Vélfang ehf. er m.a. umboðsaðili fyrir CLAAS, FENDT, JCB, Kuhn og Kverneland á Íslandi og fjölda annarra umboða fyrir verktaka og bændur. Höfuðstöðvar Vélfangs eru á Gylfaflöt 32 í Reykjavík.