Vélfang ehf. verður umboðsmaður Quicke (Ålö) á Íslandi

 

Vélfang hættir sem umboðsaðili Trima þar Ålö hættir framleiðslu á því og einbeitir sér að Quicke vörumerkinu. Sjá fréttatilkynningu frá Ålö:

”Quicke ámoksturstækin sem eru framleidd af Ålö AB, bæta við samstarfsaðilum á Íslandi”

 

Ålö AB, einn af þekktustu framleiðendum í heimi í landbúnaðargeiranum og leiðandi á sínu sviði, hefur ákveðið að auka við og styrkja samstarf um sölu á Quicke á Íslandi og bæta við öðrum söluaðila.

 

Kraftvélar hafa flutt inn Quicke ámoksturstækin til Íslands frá árinu 2010. Ålö, hefur nú ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á sölukerfi sínu og bæta við öðrum innflutnings og söluaðila.

 

Núverandi umboðsmaður Trima á Íslandi Vélfang ehf mun frá 1 janúar 2017 einbeita sér að sölu á merki Ålö, Quicke.

 

  • “Við erum mjög bjartsýn á að þessi breyting sé jákvæð og að Vélfang muni nú geta einbeint sér að sölu á okkar aðal merki. Sérstaklega núna þegar aðeins nokkrir mánuðir eru í að við kynnum alveg nýja kynslóð ámoksturstækja, Quicke Q-series sem við erum sannfærð um að verði í fremstu röð á Íslenska markaðinum. Við klökkum til að eiga gott samstarf við bæði Kraftvélar og Vélfang segir Joakim Norlin, Sölustjóri Ålö AB.”Q-series, er alveg ný kynslóð ámoksturstækja frá Quicke mikið endurbætt og með nýja eiginleika. Þetta er ekki bara ný framleiðsla heldur alveg ný aðferð. Kerfi sem bætir og einfaldar alla notkun, “gerir lífið léttara” í búskapnum og gerir alla vinnu skilvirkari fyrir notandann. Líklega er helsta breytingin fólgin í svokölluðu Q-Companion notendaviðmóti, sem fylgist með ástandi tækjanna og gefur m.a. upplýsingar um stöðu þeirra, þyngd byrðarinnar auk upplýsinga um viðhald tækjanna. Þessar upplýsingar birtast á einföldum skjá. Q-companion kerfið færir alla notkun inn í nútímann og gerið notandanum kleyft að vinna með meiri skilvirkni og yfirsýn.

 

  • “Ég get stoltur sagt að við erum að færa okkar viðskiptavini nær framtíðinni og það ferðalag er bara rétt að byrja, segir Niklas Åström, Sölu og markaðsstjóri, Ålö AB.”

 

Quicke Q-series verða kynntar á SIMA sýningunni í febrúar 2017.

 

Nánari upplýsingar gefa:

Niklas Åström, Sales & Marketing Director, Ålö AB, sími : +46 70-6693444,

Netfang : niklas.astrom@alo.se

 

Kraftvélar : Eiður Steingrímsson sími 535-3518 , netfang: eidur@kraftvelar.is

 

Vélfang: Eyjólfur Pétur Pálmason sími: 580-8201 , netfang: eyjolfur@velfang.is

High Tip Bucket (XH bucket) (2013)