Vélfang er Framúrskarandi fyrirtæki 2015 og 2016 hjá Creditinfo

Vélfang var á dögunum útnefnt eitt af 624 Framúrskarandi fyrirtækjum 2016 en fyrirtækið hlaut einnig þessa viðurkenningu fyrir árið 2015 hjá Creditinfo. Skilyrðin um styrk og stöðugleika sem sett eru af Creditinfo til að ná á listann eru mjög ströng og aðeins 1,7 % af tæplega 35.000 íslenskum fyrirtækjum ná inn á þennan lista.

Helstu skilyrði eru:

  • Hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Vera í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hafa verið jákvæður þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða hafa verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri vera skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Við hjá Vélfangi erum afskaplega stolt af þessum áfanga og ber þar helst að þakka frábæru, traustu og góðu starfsfólki og þá ekki síst góðum og traustum viðskiptavinum. Viðurkenning sem þessi skiptir Vélfang miklu máli í samskiptum við birgja fyrirtækisins og sýnir að Vélfang ehf. er fyrirtæki sem byggir á traustum grunni. Hér fyrir neðan má sjá viðurkenningina frá Creditinfo.