Vélfang leitar að sölumanni/sölukonu með aðsetur á Akureyri!

Við erum að leita að skemmtilegum starfsfélaga til að sjá um sölu á nýjum og notuðum tækjum og vélum á Akureyri. Reynsla af sölumennsku er ekki áskilin en áhugi fyrir starfinu er það. Fínt að vita eitthvað um vélar en svo er líka bara fínt að vera ræðinn og skemmtilegur einstaklingu sem hefur gaman af að tala við fólk. Starfið getur verið alveg hrikalega skemmtilegt allavega finnst okkur “gömlu” það og mætum ennþá kl 8 og förum heim kl 17 með bros á vör. Hjá Vélfangi vinnur bara skemmtilegt fólk og samvinna okkar á milli er mikils virði og öll dýrin í skóginum eru vinir. Mikki refur vinnur ekki í Vélfangi mikið frekar Lilli klifurmús eða t.d. Hérastubbur bakari. Hafið endilega samabnd ef spurningar vakna og ekki hika við að sækja um ef áhugi vaknar.

Við erum þar að auki með bestu vélarnar finnst okkur t.d. Fendt, CLAAS, Kuhn, Kverneland, JCB, Schäffer og fullt af öðru dóti sem vantar nýja eigendur.