Vélfang tekur fullan þátt í orkuskiptunum

 

Vélfang býður upp á fjölbreytt úrval umhverfisvænna rafknúinna vinnuvéla og er JCB t.d. algjörlega leiðandi í orkuskiptum á sínu sviði og bjóða upp á fjölbreytt úrval minni tækja knúin rafmagni. Má þar nefna belta- og hjólbörur, smágröfur, skotbómulyftara og hjólaskóflur í léttari kantinum, spennandi verður að sjá hvernig útkoma þeirra verður í samanburði við hefðbundnar Diesel knúnar vélar. Þá er JCB einnig komið langt í hönnun stærri vinnuvéla knúnar vetni og gera ráð fyrir að geta boðið þær á markaði eftir tvö til 3 ár. Rafmagnsvélar frá JCB má kynna sér betur með því að smella hér og hönnun á vetnisknúnum vélum með því að smella hér.

Þá hefur Schäffer boðið upp á 23e vélina í nokkurn tíma en það er eina vélin í sínum flokki sem keyrir á 20 km hraða og er með tvær Lithium rafhlöður sem gefa 13,4 kWh. Algeng notkun liðléttinga er um 500 klst á ári og þessi vél smellpassar við allar aðstæður og er með 1.700 kg lyftigetu. Nánari upplýsingar im Schäffer 23e má finna hér

SHERPA vinnuþjarkarnir eru fjölhæfar smávélar sem rutt hafa brautina í sínum flokki hérlendis. SHERPA þjarkarnir komast þangað sem aðrir fara ekki og leysa mannshöndina af hólmi við margvísleg störf. SHERPA ECO 100 eru þegar í notkun hjá ánægðum viðskiptavinum hér á landi. Nánari upplýsingar um Sherpa má finna með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir og myndbönd af þeim rafmagnsvélum sem Vélfang getur boðið viðskiptavinum sínum.