Vélfang tekur við umboði fyrir Pichon á Íslandi

Vélfang ehf. hefur tekið við umboði fyrir Pichon sem er stór framleiðandi á haugsugum, haughrærum og skítadreifurum. Haugsugurnar eru fáanlegar frá 3.000 lítrum og allt upp í 30.000 lítra stærðir, frá einföldu tæki og upp í hin fullkomnustu sem völ er á markaðnum. Haughrærurnar er vel þekkt stærð á Íslandi og er þegar töluvert úrval til á lager hjá Vélfangi.
Landbúnaður framtíðarinnar verður að huga að vistvænum aðferðum. Með það í huga og einnig hækkuðu heimsmarkaðsverði á tilbúnum áburði á tún hefur nýting búfjársáburðar aldrei verið mikilvægari.
Franski framleiðandinn Pichon hefur allt frá 5. áratug síðustu aldar lagt sig fram við að þróa búnað sinn með fólk og umhverfið í huga. Með sjálfbæran landbúnað að markmiði framleiða þeir búnað sem nýtir lífrænan búáburð sem allra best.

Lars Poulsen sölustjóri Samson og Pichon í Evrópu:

“Vélfang ehf og Samson group framleiðandi Samson og Pichon hafa gert með sér samkomulag um að Vélfang fari með einkaumboð fyrir bæði Samson og Pichon á Íslandi. Vélfang ehf sem Samson hefur unnið með í nokkur ár tekur þ.a.l. við allri sölu á nýjum tækjum og varahlutaþjónustu fyrir bæði vörumerkin sem þýðir enn betri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi. “

“Vélfang ehf er umboðsaðili fyrir framúrskarandi fyrirtæki á heimsvísu, veita góða þjónustu og einblína á þarfir viðskiptavina sinna þetta er mikilvægt séð frá sjónarhóli Samson og Pichon. Nú þegar eru nokkur seld tæki á leiðinni meðal annars Samson TG20, 20.000 lítra tankur með niðurfellingabúnaði.”

Vélfang vill þakka Lely Center Ísland fyrrum umboðsmanni Pichon fyrir góð samskipti og viðskipti en Vélfang ehf. hefur tekið yfir vörulager sem til var hjá Lely

DCIM100MEDIADJI_0478.JPG