Vorið er komið víst á ný

Sala og afgreiðsla nýrra og notaðra véla er í fullum gangi þessa dagann. Kuhn gámarnir streyma að landi í hverri viku og afhending á jarðvinnutækum og heyvinnuvélum er hafin. Sala á dráttarvélum er stöðug og vöntun á góðum notuðum vélum á skrá. Fjöldi áhugaverðra notaðra tækja kemur í sölu nær daglega. Af tækjum í vorverkin má benda á diskaherfi, pinnatætara, fjaðraherfi, haugtanka og áburðardreifara. Þó páskahretið sé eftir styttist óðum í að menn fari að bera járn í jörð. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær og dag við lestun á nokkrum þeirra tækja sem afgreidd voru í vikunni.
 
Lestun í fullum gangi.
 
Þórður Jónsson með Steyr á Hvassafelli og Redrock haugsugu sem er sameign bædana á Kanastöðum, Vorsabæ og Berjanesi
 
Gummi “Ístrukkur” á Núpi að leggja af stað með tvo Kuhn pinnatætara, sérsmíðaða Redrock sugu fyrir bændurna í Birkihlíð, Kuhn fóðursaxara í Svarfaðardalinn ofl.