Kerrurnar vinsælu komnar aftur

Margvísleg batamerki hafa verið í vélasölu síðastliðin tvö ár. Eftirspurn og sala á tækjum sem legið hefur í láðinni um nokkura ára skeið eflist nú á nýjan leik. Dæmi um það eru kerrurnar frá Meredith and Eyre í Bretlandi, er bjóða breiða línu af kerrum til alhliða vöruflutninga, sem og sérhæfðar lausnir á borð við sturtukerrur, bíla- og vélaflutningakerrur svo að eitthvað sé nefnt. Vöruvalið í heild sinni má sjá á meredithandeyre.co.uk Í síðustu viku fékk Tengir hf á Akureyri afhenta fjölnota kerru með heildar burðargetu upp á 3,5 tonn. Helstu mál og búnaður eru 2,0 m breidd, 3,67 m lengd, niðurfellandleg skjólborð og sliskjur. Verðið er aðeins kr. 1,190,000+vsk.
miðað við gengi sterlingspunds 192. Skráning og vörugjald innifalið.

 
Leyfð heildarþyngd 3,5 tonn. Bremsubúnaður og varadekk.
 
 
Klár til afhendinar. 38 cm skjólborð má fella niður eða taka af kerrunni og nota hana sem flatvagn.
Sliskjurnar eru í stokk undir pallinum. Hlíf sem númeraplatann festist á er velt á löm til að komast að sliskjunum.
 
Stöðufætur við afturgafl notast þegar verið er að aka vélum eða bílum upp sliskjur. Sömuleiðis við gripaflutninga.
 
 
Festikrókar allan hringinn.
Burðardekk 195/50 R
 
Fjölnota kerra klár í sveitina. 90 cm galvaniseraðar grindur settar ofan á skjólborð til vöru- og gripaflutninga.
 
 
 
 
Efnisflutningakerra með sturtum.
 
Grindur undir loftpressur, rafstöðvar, vatnsdælur, ljósamöstur og annan færanlegan búnað. burðargeta 500 – 3500 kg
 
 
 
Vélaflutningakerra með áföstum rampi