CLAAS
CLAAS er einn stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum í dag og er þriðja hver kornþreskivél sem seld er í Evrópu í dag af CLAAS gerð.
CLAAS er einnig stærsti framleiðandi í heiminum af sjálfkeyrandi múgsöxurumm en þeir eru næst stærstir í framleiðslu línu CLAAS. CLAAS framleiðir einnig rúlluvélar, sjálfhleðsluvagna, stórbaggavélar og önnur heyvinnutæki og einnig standa þeir framarlega í hátækniiðnaði þar sem þeir hanna og framleiða vörur í bifreiðar og flugvélar.
Fendt
Það er óhætt að segja að saga Fendt marki djúp spor í sögu og þróun dráttarvéla allt frá árinu 1930 er saga Fendt hófst og til dagsins í dag. Fendt hefur frá upphafi verið leiðandi í hönnun og þróun dráttarvéla í heiminum og sett stefnnuna fyrir þá sem fylgja á eftir.
Með kaupum á Fendt eru viðskiptavinir að fá meira fyrir peninginn í formi lengri endingar, lægri eldsneytiseyðslu, hærra endursöluverði, lægri viðhaldskostnaði og meiri gæðum.
Krampe
Krampe er þýskt fyrirtæki staðsett rétt norðan við Dortmund. Krampe hafa smíðað vagna af öllum toga í Þýskalandi allt frá árinu 1981 en fyrst um sinn voru gamlir og ónýtir vörubílar, sóttir af ruslahaug í nágrenni Krampe, notaðir við smíðarnar.
Krampe vilja ekki líta á sig sem fyrirtæki í fjöldaframleiðslu heldur leggja þeir mikið vægi á að viðskiptavinir geti sniðið vagna að sínum þörfum að hverju sinni.
Kverneland jarðvinnutæki
Kverneland er eitt af dótturfyrirtækjum Kverneland group samsteypunnar sem á og rekur 35 verksmiðjur og sölufyrirtæki víða um heim. Kverneland var stofnað árið 1879 í Noregi og er í dag einn stærsti framleiðandi á landbúnaðartækjum í heiminum.
Kverneland plógarnir hafa um margra ára bil verið mest seldu plógarnir á Íslandi og þó víðar væri leitað, einföld en markviss hönnun og traust smíði er lykillinn að velgengni og endingu Kverneland plóganna.
Kuhn
Kuhn S.A. á sér 175 ára sögu í hönnun, framleiðslu og sölu tækja til notkunar í landbúnaði. Á Íslandi er Kuhn þekkt fyrir, gæði, endingu, framúskarandi hönnun og hagstætt verð.
Starfsmenn Kuhn eru u.þ.b. 2500 talsins, ársframleiðsla 60.000 vélar en árlega eyðir Kuhn 1.760 millj. íslenskra króna í þróun og hönnun nýrra véla eða u.þ.b. 4,5 % af árlegri veltu fyrirtækisins.
Redrock
Redrock Machinery var stofnað í Norður Írlandi. Redrock tækin hafa reynst vel hér á landi en meðal helstu framleiðsluvara Redrock eru vagnar af ýmsum toga auk þess að bjóða uppá frábært úrval haugsuga.
Schäffer
Schäffer var stofnað árið 1956 af Heinrich Schäffer en í dag selja Schäffer liðléttinga og hjólaskóflur til allra heimshorna. Vélfang gerðist umboðsaðili fyrir Schäffer á Íslandi um mitt sumar 2020 en Schäffer liðléttingar og hjólaskóflur eiga sér ríka sögu hér á landi og hafa reynst landsmönnum vel um árabil.
Slurrykat
SlurryKat er ungt en framsækið merki sem velur úrvals hráefni í sína framleiðslu. Garth Cairns eigandi SlurryKat er ekki ókunnugur þessum tækjum þar sem hann var vertaki fyrir og rekur enn verktakafyrirtæki sem prófar allt áður en það fer í almenna sölu. SlurryKat er mest áberandi í haugsugum og umbilical systems(naflastreng) en framleiða brunndælur og skrúfur frá 7,5 metrum upp í 12 fyrir skítalón. Einnig framleiða þeir rúlluvagna, lauskjólborðavagna, efnisvagna með háum hliðum bæði með og án Hardox og svo vélavagna. Vélfang gerðist umboðsaðila fyrir Slurrykat á Íslandi árið 2023.
Trima
Allir bændur á Íslandi þekkja Trima ámoksturstækin enda ávallt verið í fararbroddi hvað varðar hönnun og gæði. Trima hentar bæði á CLAAS og Fendt dráttarvélar og mikið úrval aukahluta í boði t.d. hraðtengi fyrir 3. svið, rafmagnsstýring o.fl.
Einnig mikið úrval af skóflum, greipum, þyngingum og lyftaragöfflum en allt þetta er hægt að panta hjá Vélfangi á hagstæðu verði.
Underhaug AS
Fyrirtækið Underhaug AS var stofnað í Nærbo í Noregi árið 1987, fyrirtækið framleiðir aðallega vörur fyrir umboðsmenn Kverneland um allan heim.
Meðal helstu framleiðsluvara Underhaug eru ýmsar tegundir rúllu- og stórbaggagreipa ásamt ýmsum vörum sem framleiddar voru áður af Kverneland s.s. kartöfluuptökuvélar, fóðurvagnar o.fl.