CLAAS
CLAAS er einn stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum í dag og er þriðja hver kornþreskivél sem seld er í Evrópu í dag af CLAAS gerð.
CLAAS er einnig stærsti framleiðandi í heiminum af sjálfkeyrandi múgsöxurumm en þeir eru næst stærstir í framleiðslu línu CLAAS. CLAAS framleiðir einnig rúlluvélar, sjálfhleðsluvagna, stórbaggavélar og önnur heyvinnutæki og einnig standa þeir framarlega í hátækniiðnaði þar sem þeir hanna og framleiða vörur í bifreiðar og flugvélar.
Fendt
Það er óhætt að segja að saga Fendt marki djúp spor í sögu og þróun dráttarvéla allt frá árinu 1930 er saga Fendt hófst og til dagsins í dag. Fendt hefur frá upphafi verið leiðandi í hönnun og þróun dráttarvéla í heiminum og sett stefnnuna fyrir þá sem fylgja á eftir.
Með kaupum á Fendt eru viðskiptavinir að fá meira fyrir peninginn í formi lengri endingar, lægri eldsneytiseyðslu, hærra endursöluverði, lægri viðhaldskostnaði og meiri gæðum.
Kverneland jarðvinnutæki
Kverneland er eitt af dótturfyrirtækjum Kverneland group samsteypunnar sem á og rekur 35 verksmiðjur og sölufyrirtæki víða um heim. Kverneland var stofnað árið 1879 í Noregi og er í dag einn stærsti framleiðandi á landbúnaðartækjum í heiminum.
Kverneland plógarnir hafa um margra ára bil verið mest seldu plógarnir á Íslandi og þó víðar væri leitað, einföld en markviss hönnun og traust smíði er lykillinn að velgengni og endingu Kverneland plóganna.
Kuhn
Kuhn S.A. á sér 175 ára sögu í hönnun, framleiðslu og sölu tækja til notkunar í landbúnaði. Á Íslandi er Kuhn þekkt fyrir, gæði, endingu, framúskarandi hönnun og hagstætt verð.
Starfsmenn Kuhn eru u.þ.b. 2500 talsins, ársframleiðsla 60.000 vélar en árlega eyðir Kuhn 1.760 millj. íslenskra króna í þróun og hönnun nýrra véla eða u.þ.b. 4,5 % af árlegri veltu fyrirtækisins.
Kverneland heyvinnutæki
Kverneland er eitt af dótturfyrirtækjum Kvernelandgroup samsteypunnar sem á og rekur 35 verksmiðjur og sölufyrirtæki víða um heim. Kverneland var stofnað árið 1879 í Noregi og er í dag einn stærsti framleiðandi á landbúnaðartækjum í heiminum.
Kverneland hefur frá upphæfi sérhæft sig í smíði tækja fyrir landbúnað og hver man ekki eftir Taarup múgsöxurunum og Taarup sláttukóngunum en þeir eru enn framleiddir í Kverneland verksmiðjunum í Danmörku.
Trima
Allir bændur á Íslandi þekkja Trima ámoksturstækin enda ávallt verið í fararbroddi hvað varðar hönnun og gæði. Trima hentar bæði á CLAAS og Fendt dráttarvélar og mikið úrval aukahluta í boði t.d. hraðtengi fyrir 3. svið, rafmagnsstýring o.fl.
Einnig mikið úrval af skóflum, greipum, þyngingum og lyftaragöfflum en allt þetta er hægt að panta hjá Vélfangi á hagstæðu verði.
Underhaug AS
Fyrirtækið Underhaug AS var stofnað í Nærbo í Noregi árið 1987, fyrirtækið framleiðir aðallega vörur fyrir umboðsmenn Kverneland um allan heim.
Meðal helstu framleiðsluvara Underhaug eru ýmsar tegundir rúllu- og stórbaggagreipa ásamt ýmsum vörum sem framleiddar voru áður af Kverneland s.s. kartöfluuptökuvélar, fóðurvagnar o.fl.
Thaler liðléttingar
Thaler fellur einkar vel að því markmiði Vélfangs að bjóða eingöngu gæðatæki og vélar s.s. CLAAS, Fendt, Kverneland, Taarup, Accord, Kuhn , Terex og nú einnig liðléttingana frá Thaler.